Hefur þú áhuga á tísku?

Þá átt þú kannski samleið með okkur
Við hjá NTC erum ávallt að bæta við fólki í okkar fjölbreytta starfsmannahóp. Við leitum að sölufólki sem býr yfir ríkri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.


NTC ehf. er fyrirtæki sem hefur í meira en 30 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Meðalfjöldi starfsmanna NTC er um 160.


Til að halda skipulega utan um allar umsóknir óskum við eftir að umsækjendur fylli alltaf út umsókn á ráðningavef NTC. Fylltu vel út starfsumsóknina hvort sem þú sækir um með almennri starfsumsókn eða um auglýst starf.


Í almennum umsóknum getur þú sótt um starf í ákveðinni verslun eða tiltekið hvaða verslunum þú vilt starfa hjá. Við höfum samband ef við höfum laust starf við þitt hæfi annars hvetjum við þig til að senda umsóknina inn aftur ef þú hefur ekkert heyrt frá okkur innan 3 mánaða og þá endurnýjast hún.

Vinnustaðurinn

NTC er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem starfrækir 16 eigin verslanir á höfuðborgar-svæðinu, saumastofu í Reykjavík, eigin fataframleiðslu erlendis og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni.


NTC flytur inn fatnað, skó og fylgihluti víðs vegar að í heiminum og eru flest vörumerkin vel þekkt og áberandi í Skandinavíu sem og á Bretlandseyjum, í Frakklandi og Bandaríkjunum.

Verslanir NTC

  • Störf í boði